Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Það sem vekur athygli í þessari könnun er að yfir sextíu prósent segjast almennt ánægð í starfi, en samt hafa svo margir hugleitt að láta gott heita,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, í samtali við Fréttablaðið.
Hún sagði að fólki sé hlýtt til starfsins en aðstæðurnar séu að buga það.
Könnunin var lögð fyrir 2.080 félagsmenn og svöruðu 1.904. Af þeim sögðust 1.272, eða 66,8%, hafa íhugað af alvöru að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. 632 sögðust ekki hafa íhugað það, eða 33,2%.