fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Hvernig endar stríðið í Úkraínu?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 07:02

Úkraínskir hermenn á götum Bilohorivka. Mynd:operativnoZSU/Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein þeirra spurninga sem hefur ekki verið hægt að svara frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu er hvernig stríðinu mun ljúka. Mótspyrna Úkraínumanna og gagnsóknir þeirra að undanförnu gera að verkum að mjög ólíklegt er að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, nái markmiðum sínum með innrásinni þegar horft er til skamms tíma eða aðeins lengri tíma.

Í Doomsday Watch hlaðvarpinu ræddi Ian Bond, stjórnandi utanríkisstefnu hjá the Center for European Reform, um hvernig hann telur að stríðinu geti lokið

„Ég held að lokamarkmið Pútíns hafi ekki breyst en eins og 2014 held ég að hann sé undir það búinn að horfa til langs tíma og sætta sig tímabundið við millistigsmarkmið ef það er það sem hann getur fengið,“ sagði hann og bætti við að ræða sem Pútín flutti í St Pétursborg fyrir nokkrum mánuðum styðji þessa skoðun.

Þar líkti Pútín sér við Pétur mikla sem barðist við Svía: „Pétur mikli varð að berjast í 21 ár áður en hann sigraði. Ég held að Pútín hafi ekki 21 ár miðað við hversu gamall hann er og sögusagnir um heilsufar hans en mér sýnist að hann sé reiðubúinn til að taka það sem hann getur. Ef hann getur fengið Evrópubúa til að þrýsta á Úkraínumenn um að semja um vopnahlé sem tryggir honum þau svæði sem hann hefur núna, getur hann tekið sér nokkur ár í að endurreisa her sinn, læra af mistökunum og síðan látið til skara skríða á nýjan leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins