Þetta eru fallbyssur af gerðinni Zuzana-2 en Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir fleiri stórskotaliðsvopn.
Danska ríkisútvarpið segir að þegar Matin Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta í gær hafi hann sagt að með þessu verði framlögin til Úkraínu færð upp á nýtt og hærra stig. Framlögin verði að vera hærri, bæði nú og í framtíðinni. Hann sagði að þjóðirnar þrjár væru „vinir Úkraínu“.
Að auki hefur danska ríkisstjórnin, sem er minnihlutastjórn, tryggt sér meirihlutastuðning á þingi til að veita Úkraínumönnum frekar stuðning upp á sem svarar til um 22 milljarða íslenskra króna. Þá peninga á að nota til að kaupa búnað sem úkraínski herinn hefur þörf fyrir í baráttunni við rússneska innrásarherinn.