fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Segja sig úr Félagi kvenna í atvinnulífinu eftir að formaðurinn setti „læk“ við færslu Loga – Umræðunni eytt án skýringa

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 7. janúar 2022 12:45

Logi Bergmann og Sigríður Hrund Pétursdóttir. Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrsagnir eru hafnar úr Félagi kvenna í atvinnulífinu (FKA) eftir að formaðurinn, Sigríður Hrund Pétursdóttir, gerði „læk“ við Facebookfærslu Loga Bergmanns þar sem hann sagðist saklaus af ásökunum um kynferðisofbeldi.

Heitar umræður hafa skapast meðal félaga í FKA vegna málsins í lokuðum Facebookhópi félagskvenna eftir að ein félagskonan vakti athygli á þessu og sagði að sér „þætti betra að formaðurinn okkar væri ekki að taka opinberlega afstöðu með manni á facebókarsíðu sinni, sem verið er að saka um að fara yfir mörk konu.“

Sigriður Hrund baðst þá skjótt afsökunar, sagðist ekki þekkja til málsins og fjarlægði „læk“-ið. Ýmsum félagskonum fannst þetta hins vegar ódýr afsökun og hafa nokkrar þeirra gefið út að þær ýmist hafi þegar sagt sig úr félaginu vegna þessa eða ætli að gera það. Aðrar tala fyrir mikilvægi þess að samstaða ríki innan félagsins og að þetta „læk“ formannsins sé ekkert til að kippa sér upp við.

DV hafði samband við Sigríði Hrund vegna málsins og spurði bæði út í ástæðu þess að hún hefði „lækað“ færsluna og sömuleiðis út í úrsagnir úr félaginu vegna þessa.

Eftir að DV hafði samband var umræðunni í Facebookhópi FKA eytt án skýringa. Sigríður segir það ekki hafa verið á vegum félagsins.

Sigríður sagðist í samtali við blaðamann afar upptekin á fundum, með litla reynslu af fjölmiðlasamskiptum, og vildi ráðfæra sig við framkvæmdastjóra félagsins áður en hún svaraði. Eflaust gæti hún haft samband eftir hádegið. Nú rétt í þessu skrifaði Sigríður hins vegar færslu á sína eigin Facebooksíðu þar sem hún gefur útskýringu á „lækinu“ og segir að DV hafi hringt vegna málsins.  Færslu hennar má sjá hér neðst.

Á dögunum steig Vítalía Lazareva fram í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur og sagðist hafa orðið fyrir kynferðisbrotum af hálfu þáverandi ástmanns síns, Arnars Grants, og þriggja áhrifamanna í íslensku viðskiptalífi – Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Þeir hafa allir tilkynnt um að þeir stígi til hliðar í störfum sínum vegna málsins.

Vítalía sagði einnig að þjóðþekktur fjölmiðlamaður, Logi Bergmann, hefði beitt hana kynferðisofbeldi í kjölfar þess að viðkomandi hafi gengið inn á hana og Arnar í ástarleik á hótelherbergi, og hafi hún verið neydd til að veita manninum kynferðislegan greiða.

Síðdegis í gær tilkynnti Logi í beinni útsendingu í þætti sínum á útvarpsstöðinni K100 að hann ætli að fara í ótímabundið leyfi frá störfum. Um kvöldið skrifaði hann síðan yfirlýsingu á Facebooksíðu sína:

„Ég er saklaus af þeim sökum sem á mig hafa verið bornar undanfarna daga. Ég hef alla mína ævi haft andstyggð á hvers kyns ofbeldi, staðið með fórnarlömbum þess og stutt baráttu þeirra í gegnum tíðina. Ekkert er fjær mér en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna. Ég er hins vegar sekur um að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem ég átti ekki að fara inn í. Það var taktlaust og heimskulegt og ég hef þegar tjáð viðkomandi að ég taki ábyrgð á því og mér þyki það leitt.“

Þetta er sumsé færslan sem Sigríður Hrund „lækaði“ en það hafa fleiri gert, til að mynda Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra og hefur það sömuleiðis valdið mikilli ólgu.

Viðbót kl 12.58: Sigríður hringdi síðan aftur klukkutíma eftir samtal við blaðmann, vísaði í færsluna og vísaði síðan á framkvæmdastjóra vegna spurningar um úrsagnir.

Viðbót kl 17:23: Framkvæmdastjóri FKA segir að ein úrsögn hafi borist í dag.

Færsla Sigríðar. Lokað er fyrir athugasemdir.

 

Fordæma Áslaugu Örnu fyrir stuðning við Loga – „Gaman að sjá fyrrverandi dómsmálaráðherra taka skýra afstöðu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt