fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Logi lýsir yfir sakleysi – „Ég er hins vegar sekur um að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 22:27

Logi Bergmann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson birti í kvöld yfirlýsingu vegna ásakana í hans garð um kynferðislegt ofbeldi. Á dögunum steig Vítalía Lazareva fram í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur og greindi frá meintum kynferðisbrotum sem hún varð fyrir í sumarbústaðaferð af hálfu þáverandi ástmanns síns, Arnars Grants og þriggja áhrifamanna í íslensku viðskiptalífi – Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Þeir hafa allir tilkynnt um að þeir hyggist stíga til hliðar í störfum sínum vegna málsins.

Vítalía nefndi einnig að þjóðþekktur maður hefði beitt hana kynferðis ofbeldi í kjölfar þess að viðkomandi hafi gengið inn á hana og Arnar í ástarleik á hótelherbergi. Í kjölfarið hafi hún verið neydd til að veita manninum kynferðislegan greiða.

„Ég horfi framan í hann þegar vinur hans er að fara niður á mig og ég á að vera að fara niður á hann. Ég horfi í augun á honum, ég er farin að gráta og segi honum að ég vil þetta ekki. Hann segir við mig að þetta verði allt í lagi því hann er með mér,“ sagði Vítalía um atvikið á hótelherberginu.

Sá maður á að vera Logi Bergmann en Vítalía hafði áður birt myndir á Instagram-síðu sinni af samskiptum sínum við fjölmiðlamaðinn á Messenger. Í dag var Logi svo nafngreindur í fjölmiðlum í tengslum við málið. Í kjölfarið tilkynnti fjölmiðlamaður um að hann hyggðist fara í ótímabundið frí frá störfum sínum á útvarpstöðinni K100.

„Ég er saklaus af þeim sökum sem á mig hafa verið bornar undanfarna daga. Ég hef alla mína ævi haft andstyggð á hvers kyns ofbeldi, staðið með fórnarlömbum þess og stutt baráttu þeirra í gegnum tíðina. Ekkert er fjær mér en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna. Ég er hins vegar sekur um að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem ég átti ekki að fara inn í. Það var taktlaust og heimskulegt og ég hef þegar tjáð viðkomandi að ég taki ábyrgð á því og mér þyki það leitt,“ segir Logi í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni.

Segist fjölmiðlamaðurinn ekki ætla að tjá sig meira um málið.

Sjá einnig: Þórður lætur af störfum og Logi ætlar í frí – „Ég hef verið betri“

Færsla Loga í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú