fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Egill Helga hættur að stunda viðskipti við Spotify – „Vonandi sýnir þetta að tónlistarmenn geti breytt starfsumhverfi sínu með því að brýna raustina“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. janúar 2022 15:57

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi sagt upp áskrift sinni að tónlistarveitunni Spotify og fjarlægt forritið úr bæði síma sínum og tölvu.

„Er með Apple Music og bæti nú við Tidal. Vonandi sýnir þetta að tónlistarmenn geti breytt starfsumhverfi sínu með því að brýna raustina – og kannski standa saman,“ skrifar Egill. Hann deilir auk þess grafi þar sem fram kemur að tónlistarmenn fái hlutfallslega mun minna í sinn hlut fyrir hverja spilun á Spotify en öðrum tónlistarveitum.

Framtaki Egils er vel tekið og fagnar meðal annars uppistandarinn Ari Eldjárn því ákaft. „Djöfull er gott að fólk er farið að ræða um þetta. Ég náði mér í Tidal í gær og líst gríðarlega vel á!,“ skrifar Ari.

Segja má að flóðbylgja hafi dunið á Spotify undanfarna daga í kjölfar þess að tónlistarmaðurinn Neil Young setti fyrirtækinu á afar kosti að hann myndi taka tónlista sína útaf veitunni ef að fyrirtækið myndi ekki fjarlæga hlaðvarpsþátt útvarpsmannsins Joe Rogan úr spilun. Sá þáttur er afar umdeildur og hefur Rogan verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. Kveikjan að reiði Young var var sú ákvörðun Rogan að fá til sín í viðtal smitsjúkdómalækni sem mótmælt hefur bólusetningum barna gegn veirunni.

Spotify hafnaði beiðni Young og þar með var tónlist hans fjarlægð af miðlinum. Í kjölfarið ákvað söngkonan Joni Mitchell að fara sömu leið.
Þá hefur aðalsparið Harry Bretaprins og Meghan Markle lýst yfir áhyggjum sínum varðandi þætti Rogan. Parið gerði stóran samning við Spotify um þætti sem verða aðeins aðgengilegir á veitunni innan tíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“