Hagkaup hefur ákveðið að fresta Dönskum dögum um óákveðinn tíma í ljósi aðstæðna. Eins og alþjóð veit töpuðu Danir fyrir Frökkum í mikilvægum leik á EM í handbolta í gærkvöldi en með sigri Dana hefðu Íslendingar komist í undanúrslitin á EM.
Danskir dagar hafa verið haldnir árlega í Hagkaup síðustu ár og er þá mikið úrval af hinum ýmsu vörum frá Danmörku í boði í verslunum Hagkaupa. Í tilkynningu á facebook síðu Haugkaups telur fyrirtækið að landinn sé ekki alveg tilbúinn í Danska daga og því hafi verið ákveðið að fresta þeim um óákveðin tíma. Nánari tilkynning kemur síðar í takt við vellíðan þjóðarinnar.