Hinrik Ingi Óskarsson, crossfitkappi, var um helgina úrskurðaður í síbrotagæslu til 17. febrúar næstkomandi samkvæmt heimildum Vísis.
DV birti fyrst miðla í síðustu viku óhuggulegt myndband sem tekið var upp af vegfaranda á Reykjanesbraut. Þar mátti sjá Hinrik Inga stíga út úr bíl sínum á hraðbrautinni og ráðast fyrirvaralaust að rúðu annars bíl.
Hinrik Ingi var á fyrri hluta síðasta árs úrskurðaður í gæsluvarðhald í tæpan mánuð grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Samkvæmt heimildum DV mun það mál fljótlega vera tekið fyrir hjá dómsstólum.
Hinrik Ingi hefur vakið athygli undanfarin ár vegna afreka sinna í Crossfit-íþróttinni. Árið 2019 hafði hann unnið sér sæti á heimsleikunum í Crossfit með frammistöðu sinni á Reykjavík Crossfit Championship móti en féll síðan á lyfjaprófi þegar tvö ólögleg efni fundust í sýni hans. Hinrik Ingi neitaði sök og gaf út yfirlýsingu þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu.
„Ég hef aldrei notað ólögleg efni og þess vegna höfum ég og mitt teymi áfrýjað úrskurðinum og við höldum áfram að leita svara,“ skrifaði Hinrik Ingi við það tilefni.
Á svör hans var hins vegar ekki hlustað og hann var úrskuraður í fjögurra ára bann frá keppni í Crossfit.
Hér fyrir neðan sést myndbandið sem um ræðir:
Sparkar í glugga bíls á Reykjanesbrautinni.mov from DV Sjónvarp on Vimeo.