fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Lækna-Tómas hyggst flytja vestur á firði – Keypti húsið á þrjár krónur og gerði það upp

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. janúar 2022 15:30

Tómas Guðbjartsson Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur óskað eftir því við skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar að fasteign í hans eigu, Andahvilft, Hvestu í Ketildölum í Arnarfirði, verði skráð sem íbúðarhús í stað sumarhúss. Bæjarins Besta greindi frá.

Tómas keypti umrætt hús árið 2017 en kaupsamningi og afsali var ekki þinglýst fyrr en 2020. Var kaupverðið, samkvæmt þinglýstum skjölum, þrjár krónur.

Kaupverð eignarinnar var 3 krónur og lóðarleigan einnig

Húsið var byggt árið 1903 en það var í mjög lélegu ásigkomulagi þegar Tómas eignaðist húsið og tók að sér að flytja það á núverandi stað og endurbyggja það að fullu.

„Þar er nú vatnsból með rennandi vatni, rotþró og varmadæla heldur húsinu heitu allt árið. Ég nota það allt árið um kring, enda get ég unnið þaðan heimafrá þar sem í húsinu er kominn ljósleiðari,“ segir í erindi Tómasar skv. BB.is.

Þá kemur fram að skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að orðið verði við erindinu. Það bendir því flest til þess að hjartaskurðlæknirinn þjóðþekkti verði orðinn vestfirðingur áður en langt um líður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Í gær

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“