Jóni Má Ásbjörnssyni, útvarpsmanni á X-inu 977, hefur verið sagt upp störfum. Mbl.is greinir frá þessu og staðfestir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, þetta í samtali við miðilinn.
Talsvert kvað að ásökunum gegn Jón á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum vikum og nokkrar konur sendu fyrirspurnir og áskoranir til stjórnenda á Sýn vegna máls hans. Í skeyti til ritstjórnar DV segir Jón að hann hafi verið sakaður um andlegt ofbeldi.
Jón er einnig þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Une Misère.