fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Jakob gagnrýnir viðtal Eddu Falak við Vítalíu – „Það verður ekki komist framhjá því að þetta er dómstóll götunnar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er mjög hugsi yfir þessu eins og líklega allir og það er einhver þórðargleði í þessu sem mér bara líkar ekki vel,“ segir Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísir.is, um mál málanna undanfarið, viðtal Eddu Falak við Vítalíu Lazarevu og afleiðingar þess, en fimm þekktir menn í samfélaginu hafa stigið til hliðar í skugga ásakana Vítalíu um að þeir hafi misboðið henni kynferðislega.

Jakob ræddi málið á Bylgjunni í morgun og var gagnrýninn á viðtalið við Vítalíu og viðbrögðin í samfélaginu undanfarið. „Það þorir enginn að tala um þetta nema bara algjörlega frá einni hlið, einu sjónarhorni, nema Helgi Áss náttúrlega, stórmeistari og lögfræðingur, hann er að reyna að vernda réttarríkið. En það er ýmsum spurningum ósvarað í þessu, þetta er ekki kvitt og klárt. En strax í kjölfarið á þessu viðtali koma allir helstu foringjar femínista fram og lýsa yfir gríðarlegum sigri. En láta það einatt fylgja sögunni að þeir óttist bakslag. Og þá spyr maður: Hvaða sigur er verið að tala um og hvaða bakslag?“

Hver er sigurinn og hvert er bakslagið?

Jakob segir ýmislegt vanta í viðtal Eddu við Vítalíu en segist þó trúa því að mennirnir hafi farið yfir mörk Vítalíu: „Maður trúir því alveg, eftir að hafa hlustað á hana, að þessir menn hafi farið yfir einhverjar grensur.“ Segist hann ekki vilja verja gjörðir fimmmenningana en málið sé óljóst og snubbóttar yfirlýsingar þeirra Loga og Hreggviðs varpi ekki ljósi á það.

„Við erum með meingallað viðtal. Það vantar í það ýmsar upplýsingar og vel að merkja, fimmmenningarnir svokallaðir eru ekki nafngreindir í því viðtali en svo fara náttúrlega fjölmiðlar af stað og þeir, þessir fimmmenningar svokallaðir eru bara á flótta, við höfum ekkert heyrt í þeim, Logi og Hreggviður senda frá sér yfirlýsingar, mjög snubbóttar. Hreggviður lýsir yfir sakleysi sínu en telur málið mjög alvarlegt. Hvaða þá, að hann sé saklaus? Það er eitthvað í þessu sem ekki gengur upp. Logi lýsir yfir sakleysi sínu en segist samt hafa farið yfir einhver mörk. Og hvaða mörk? Ég held að það líti margir á það að þeir skuli ekki stíga fram og greina frá því hvernig þetta horfir við þeim, að margir túlki það sem einhvers konar, ja játningu? Mér finnst að þeir ættu að athuga með sína pr-ráðgjöf. Þeir eru allir farnir frá sínum störfum eða sínum stöðum og er það sigurinn sem verið er að tala um?“

„Hún Vítalía lætur ekki ná í sig af fjölmiðlum, hún vill bara ræða við Eddu Falak, vinkonu sína. Það er alveg sama hvernig við snúum þessu, það verður ekki komist framhjá því að þetta er dómstóll götunnar, eða er þetta eitthvað annað?“

Þáttarstjórnendur bentu Jakobi þá á að dómstóll götunnar kæmi til sögunnar vegna þess að aðrir dómstólar væru ekki að virka.

„Eitt afsakar ekki annað. Það er einmitt í því andrými dómstóls götunnar sem illmennin þrífast best. Það er það sem ég hef áhyggjur af.“

Segir Vítalíu trúverðuga

Jakob segir að þó að viðtalið við Vítalíu sé  gallað sé það mjög athyglisvert og Vítalíu sé mjög trúverðug í því. Hann trúi því vel að þessir menn hafi farið yfir einhver mörk hjá henni og hann segist hafa skömm á því sem þarna er lýst enda sé hann faðir tveggja dætra. Fréttaflutningur eftir viðtalið hafi hins vegar verið mjög einhliða og gagnrýnir hann t.d. viðtal Kastljóss við Sóleyju Tómasdóttur sem þar hafi komið fram eins og hún væri einhver aðili málsins og viðtalið við hana hefði verið mjög gagnrýnislaust. Sóley hafi lýst yfir sigri jafnréttisiðnaðarins en hann spyr hvaða sigri og hann segist ekki sjá neinn sigur í þessu máli. Málið sé dapurlegt og erfitt sé að sjá í hverju sigurinn liggi.

Jakob sagði jafnframt að ef málinu er lýst sem sigri yfir feðraveldinu komi upp sú staða að allir séu sekir og þegar allir eru sekir þá sé enginn sekur. Það leiði til þess að ekkert sé gert í málunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri