AFP skýrir frá þessu en fréttamaður frá fréttastofunni er á staðnum.
Fyrir stríð bjuggu tæplega 30.000 manns í Kupjansk.
Úkraínski herinn hóf stórsókn í Kharkiv fyrr í mánuðinum og hefur eins og áður sagði nú náð Kupjansk á sitt vald. Bærinn er hernaðarlega mikilvægur því um hann liggur fjöldi járnbrautarteina.
Rússneskum hersveitum tókst að halda stöðu sinni á austurbakka Oskil þar til í gær þegar úkraínskir skriðdrekar og brynvarin ökutæki sáust á austurbakkanum. AFP segir að úkraínskir slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar hafi strax byrjað að flytja neyðarbirgðir fyrir almenning yfir ána eftir göngubrú.