fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Þorvaldur Bjarni sendir Bjarna stuðning en ræður annan meintan geranda í vinnu

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 30. september 2022 11:01

Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Mynd/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur játað að brjóta kynferðislega gegn ungum piltum. Stjórn og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar vissu af ofbeldi mannsins en ekkert var aðhafst. DV hefur fjallað ítarlega um að hljómsveitarmeðlimur Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi lengi fengið að starfa innan sveitarinnar þrátt fyrir ásakanir samstarfsmanns um áreitni og ofbeldi. Honum var hins vegar sagt upp í sumar en eru enn boðin verkefni hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, jafnvel þau sömu og samstarfsmaðurinn sem sakaði hann um ofbeldi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands sinnir.

Mikla athygli vakti í gær þegar ungur tónlistarmaður og hljómsveitarstjórnandi greindi frá því að Árni Heimir Ingólfsson, áður listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hafi brotið á honum kynferðislega þegar maðurinn var 17 ára en Árni Heimir 35 ára.

DV greindi frá því í marsmánuði að starfsmaður hjá Sinfóníuhljómsveitinni hafi sagt upp skugga ásakana um kynferðisofbeldi. Sá maður er Árni Heimir.

Sjá einnig: Tveir starfsmenn Sinfóníuhljómsveitarinnar stignir til hliðar vegna ásakana um áreitni og ofbeldi

Árni Heimir Ingólfsson. Mynd: Sigtryggur Ari

Sá sem greindi frá þessu ofbeldi af hálfu Árna Heimis heitir Bjarni Frímann Bjarnason. Í færslu sinni á Facebook segir hann viti að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi haft vitneskju um málið að minnsta kosti síðan í september 2021. „Þrátt fyrir vitneskju allra þessara aðila um málið þurfti ég að starfa áfram með Árna Heimi. Ég fann það skýrt að hann virtist alltaf eiga síðasta orðið í öllum ákvörðunum sem vörðuðu störf mín fyrir hljómsveitina og ekki síst þegar um sjálfa hljómsveitarstjórnunina var að ræða.“

Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar tjáir sig ekki um meinta áreitni hljómsveitarmeðlims 

Þá segir Bjarni að svo virðist vera sem Árni Heimir hafi „nýtt sér yfirburðarstöðu sína gagnvart ungu fólki í fleiri tilfellum“ og að hann hafi verið kærður fyrir nauðgun á öðrum 17 ára pilti árið 2020. „Ég hef einnig heyrt frásagnir – eða um frásagnir – fjölmargra ungra tónlistarmanna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti sem Árni Heimir beitti í krafti hlutverks síns innan tónlistargeirans og um leið valdastöðu gagnvart tækifærum ungs fólks í klassískri tónlist. Margar, en langt í frá allar, þessara frásagna tengjast samskiptum hans við kór Menntaskólans við Hamrahlíð.“

Eftir að Bjarni Frímann birti færsluna birti Árni Heimir sína eigin færslu þar sem hann segist „hafa farið yfir mörk annarra án þess að gera mér grein fyrir því.“ og „Þá sem ég hef hegðað mér ósæmilega gegn bið ég afsökunar af djúpri einlægni og auðmýkt.“

Sjá einnig: Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot

Mörgum hefur þótt Árni Heimir gera með þessu lítið úr því að hafa beitt unga karlmenn kynferðisofbeldi. Athygli vekur einnig að fjöldi þekkts fólks „lækar“ færsluna hjá Árna Heimi.

Þar má til að mynda nefna Orra Pál Jóhannsson, þingmann Vinstri grænna, Guðna Tómasson, dagskrárgerðarmann á RUV og Sævar Helga Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar.

Sjá einnig: Starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands æfir eftir að meintum ofbeldismanni var sagt upp

Öllu fleiri „læka“ hins vegar færslu Bjarna Frímanns og vekur athygli að meðal þeirra sem það gera er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Eins og DV hefur fjallað um var hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands sagt upp störfum í kjölfar þess að hann var settur í leyfi vegna ásakana um áreitni og ofbeldi í garð samstarfsmanns.

Þorvaldur Bjarni hefur hins vegar haft frumkvæði að því að viðkomandi starfsmaður, þeim sem sagt var upp, væri ráðinn í verkefni á vegum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Þorvaldi Bjarna hafa endurtekið borist ábendingar um meint ofbeldi þessa aðila en hann hefur engu að síður ákveðið að ráða hann áfram í verkefni hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, þar af í sértæk verkefni þar sem maðurinn starfar við hlið þess starfsmanns Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem sakaði hann um áreitni og ofbeldi gegn sér.

Sjá einnig: Uppgjörinu í Sinfóníuhljómsveitinni „frestað um óákveðinn tíma“

DV hafði samband við Menningarfélag Akureyrar, sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heyrir undir, þann 19. september og spurði út í aðkomu mannsins að verkefnum sveitarinnar.

Svarið sem Eva Hrund Einarsdóttir, framkvæmdastjóri MAK, sendi DV er eftirfarandi: „Því miður getum við ekki tjáð okkur um málefni einstakra starfsmanna eða verktaka.“

Hér má sjá fyrirspurn DV til MAK en nafn hljóðfæraleikarans sem um ræðir hefur verið afmáð:

„Nú var  […] sagt upp hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands í sumar, í kjölfar þess að hann var settur í leyfi vegna kvartana samstarfsmanns um áreitni og andlegt ofbeldi af hálfu […]. 

Þá hefur […]  verið kærður fyrir að brjóta kynferðislega gegn […] en aldrei gefin út ákæra í málinu þar sem það var ekki talið líklegt til sakfellingar vegna þess hversu langt var liðið frá meintum brotum og þar til kæra var lögð fram. Í málinu voru þó lagðar fram frásagnir barnanna sjálfra úr viðtölum í Barnahúsi og samræmdust frásagnirnar kynferðislegri misnotkun að mati meðferðaraðila. 

DV fjallaði um þetta fyrir helgi án þess þó að birta nafn […]  en það fylgir hér með í fyrirspurninni til að auðvelda ykkur að svara. Þar kom fram að samstarfsmenn hans séu æfir vegna uppsagnarinnar og að slík uppsögn setji starfsöryggi þeirra í hættu.

Samkvæmt mínum heimildum hefur Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, fulla vitneskju um allar þessar ásakanir en kýs engu að síður að fá […]  áfram í verkefni, en eins og sést í viðtölum við […]  hefur Þorvaldur Bjarni séð um að koma […]  á framfæri á ýmsan hátt í gegn um árin.

Hvaða verkefnum er fyrirhugað að […]  taki þátt í hjá Menningarfélagi Akureyrar í vetur?

Hvaða verkefnum hefur […] tekið þátt í hjá Menningarfélagi Akureyrar frá júnímánuði í ár og til dagsins í dag? Ég fékk þær upplýsingar að hann hefði verið að spila núna um liðna helgi.

Hver sér um að ráða […]  í verkefni á vegum Menningarfélags Akureyrar?

Kemur til greina að endurskoða aðkomu hans að verkefnum á vegum Menningarfélags Akureyrar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi