fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Þriggja ára drengur reyndi að verja móður sína fyrir barsmíðum föður síns

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. september 2022 18:15

Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn mánudag var aðalmeðferð við Héraðsdóm Norðurlands eystra í máli manns sem ákærður er fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot. DV hefur ákæru Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra undir höndum en í henni greinir frá því að ofbeldið hafi átt sér stað fyrir framan þriggja ára son fólksins sem reyndi að koma móður sinni til hjálpar með eð því að berja í föður sinn.

Maðurinn er sagður hafa ráðist á sambýliskonu sína og barnsmóður á heimili þeirra á Akureyri og klipið hana ítrekað í líkamann. Eftir að konan hringdi í 112 til að kalla eftir hjálp við að fjarlægja manninn úr íbúðinni hafi hann slegið hana föstu hnefahöggi í höfuðið, tekið hana kverkataki, sparkað í hana og kýlt hana ítrekað í hnakkann, auk þess að bíta í fingur hennar og hóta henni lífláti.

Í ákærunni segir ennfremur:

„Afleiðingar þessa fyrir brotaþola voru þær að hún hlaut bólgu ofan við hægri augabrún og fyrir ofan vinstri augabrún, auma bólgubletti aftan til á hnakka hægra megin, klórför framanvert á hálsi hægra megin, 1 cm sár ofan við vinstra viðbein, dreifð þreifieymsli í háls- og herðavöðvum, sár og klórför á vinstra brjósti, klórför á neðanverðum kvið, þreifieymsli og roðasvæði hægra megin á mjóbaki, klórfar vinsta megin á mjóbaki og eymsli eftir hryggsúlu upp eftir öllu baki, mar við vinstri olnboga og bitför og bólga á baugfingri og löngutöng hægri handar.“

Lögreglustjóri krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Konan gerir bótakröfu á manninn upp á 2,6 milljónir króna.

Búast má við að dómur falli í málinu innan fjögurra vikna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Í gær

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“