Finnska ríkisútvarpið YLE skýrir frá þessu. Haft er eftir Mikkonen að þetta geti til dæmis verið nærri gömlum vegum.
Ástæðan fyrir þessum hugmyndum er að aukinn straumur Rússa hefur verið að finnsku landamærunum að undanförnu eftir að tilkynnt var um herkvaðningu í landinu. Óttast Finnar að geta ekki haft stjórn á þessum straumi og þá sérstaklega ef Rússar meina mönnum á herskyldualdri að fara úr landi. Þeir muni þá reyna að komast yfir landamærin á stöðum þar sem engin gæsla er.