fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Upptaka af orðum Lilju Alfreðsdóttur á Safnaþingi sýnir að hún segist harma þá stöðu sem upp er komin

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 09:00

Lilja Alfreðsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fréttum í gær þá sótti Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, Safnaþing á Austfjörðum í síðustu viku. Þar er hún sögð hafa sagt að hún harmaði að hafa skipað Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar án þess að auglýsa stöðuna. Lilja neitaði í gær að hafa sagt þetta. Fréttablaðið hefur upptöku frá Safnaþinginu undir höndum þar sem Lilja heyrist segja að hún harmi þá stöðu sem upp er komin vegna skipunar Hörpu í embættið.

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að blaðið sé með hljóðupptöku af lokaorðum Lilju á Safnaþinginu undir höndum. Þar heyrist hún biðjast velvirðingar á að hafa skipað Hörpu í embætti þjóðminjavarðar og setur þá afsökunarbeiðni fram í ljósi þeirra viðbragða sem skipunin hefur vakið.

„Ég átta mig alveg á vonbrigðunum og ef ég hefði áttað mig á að þetta væri í raun og veru staðan þá hefði ég gert annað. Ég bara – það er ekkert mál fyrir mig að segja það hér hátt og skýrt. En við verðum að vinna með þetta. Ég ber ábyrgð á þessu … þarna kannski vanmat ég það að það væri þörf á að auglýsa starfið,“ segir Lilja einnig. „…ef ég hefði áttað mig betur á því þá hefði ég bara gert það – það hefði ekki verið neitt mál – ég harma það að við séum komin í þessa stöðu og það er ekki ykkur að kenna… Ég er bara miður mín yfir þessu,“ heyrist hún segja á upptökunni að sögn Fréttablaðsins.

Í Fréttablaðinu í dag er rætt við nokkra gesti Safnaþings um málið og skoðun þeirra á skipun Hörpu í embættið og orð Lilju á þinginu. Hægt er lesa nánar um það í Fréttablaðinu sem og nánari umfjöllun um það sem Lilja sagði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt