fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Segir að þrennt komi í veg fyrir að mótmæli Rússa knýi fram breytingar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 08:00

Stevnhøj segir að meira þurfi að koma til ef mótmælin eiga að skila einhverjum árangri. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tilkynnti um herkvaðningu allt að 300.000 karla á fimmtudaginn hefur fólk mótmælt herkvaðningunni og stríðsrekstrinum á götum bæja og borga í Rússlandi.

Lögreglan hefur ekki tekið mótmælendur neinum vettlingatökum. Mannréttindasamtökin OVD-Info segja að rúmlega 2.000 mótmælendur hafi verið handteknir. Margir þeirra hafi síðan verið kvaddir beint í herinn.

En það er enn langt í land með að mótmælin verði svo mikil að umfangi að þau valdi taugatitringi hjá Pútín og öðrum valdamönnum í Kreml. Þetta er mat Katrine Stevnhøj, sem vinnur við rannsóknir á pólitískri aðgerðastefnu í Rússlandi en hún er doktorsnemi við Kaupmannahafnarháskóla.

Í samtali við Danska ríkisútvarpið sagði hún að það sé erfitt að líta á það sem er að gerast í Rússlandi sem eiginlega mótmælahreyfingu. Það þurfi fjöldamótmæli til að einræðisstjórnin þurfi að taka afstöðu til þeirra.  Auk þess sé sjaldgæft að með mótmælum af þessu tagi takist að steypa stjórnvöldum, aðrir þættir þurfi einnig að koma til.

Hún sagði að þrennt komi nú í veg fyrir að mótmælin komist nálægt því að vera einhverskonar uppreisn sem geti haft áhrif á stefnu Pútíns.

Það fyrsta er að skortur er á frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Þótt vestrænir fjölmiðlar fjalli um mótmælin og sýni myndir frá þeim, þá sé aðra sögu að segja af rússneskum fjölmiðlum sem sæta ritskoðun af hálfu stjórnvalda. Þetta þýði að rússneskur almenningur fær ekki fréttir af umfangi mótmælanna og þeim boðskap sem mótmælendur reyna að koma á framfæri.

Annað er að stjórnarandstaðan verður að styðja málstað mótmælenda ef þeir eiga að ná einhverju fram. Staðan er ekki þannig í Rússlandi því stjórnarandstaðan er ekki öflug. Stevnhøj sagði sjaldgæft að fjöldahreyfingar nái árangri ef hin pólitíska elíta blandar sér ekki í málin á einn eða annan hátt. Þetta geti verið stjórnmálamenn eða einhverjir sem eru vel tengdir inn í fjölmiðla. Hún sagði að eitt það hættulegasta, sem upp getur komið fyrir Pútín og hans fólk, sé að hin pólitíska elíta fari að efast um Pútín.

Einstaka raddir eru farnar að heyrast um lélegan árangur Rússa á vígvellinum í Úkraínu og herkvaðninguna. Meðal annars gagnrýndi Valentina Matviyenko, forseti efri deildar þingsins, að veikir og óreyndir karlar séu kallaðir í herinn.

Þriðja atriðið er að rússneska kerfið er byggt upp til að takast á við mótmæli af þessu tagi. Flestir mótmælendanna eru nýir í pólitískri baráttu en rússnesk yfirvöld hafa árum saman undirbúið sig undir að takast á við mótmæli af þessu tagi. Stevnhøj sagði að vandamálið, sem mótmælendur standa frammi fyrir, sé að kerfið sé þannig uppbyggt að það loki fyrir fjöldamótmæli. Stjórnvöld hafi búið til ramma sem geri fólki erfitt fyrir við að mótmæla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“