Leiðtogar Evrópuríkja ræða nú hvort veita eigi landflótta Rússum hæli ef þeir eiga fangelsisvist yfir höfði sér fyrir að neita að gegna herþjónustu.
Christoph de Vries, öryggissérfræðingur, varar hins vegar Evrópuríki við að sögn The Guardian. Hann segir að þessi flóttamannastraumur geti veitt Pútín tækifæri til að „smygla miklum fjölda útsendara sinna“ til Evrópu.
Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði um helgina að Þjóðverjar muni hugsanlega veita landflótta Rússum skjól.
Um helgina staðfesti Pútín lög sem hækka refsirammann úr 5 í 10 ára fangelsi fyrir að neita að berjast og fyrir að gefast upp fyrir óvinum Rússlands.