Fréttablaðið hefur þetta eftir Ómari Erni Bjarnþórssyni, lögmanni Sindra.
Fréttablaðið segist hafa upplýsingar um að Sindri hafi haft samband við vin sinn þegar hann losnaði úr gæsluvarðhaldi og sé líklegt að lögreglan hafi fylgst með þeim samskiptum. „Ég get staðfest að grunsemdir um hryðjuverk komu ekki upp strax eftir að hann var handtekinn,“ er haft eftir Ómari Erni.
Hann sagði að Sindri sé í einangrun og rannsókn málsins sé á frumstigi. Sindri neiti að hafa ætlað að fremja hryðjuverk.