fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Ákærður fyrir 11 brot eftir hryllingssambúð – Herti öryggisbelti um háls hennar og hafði þvaglát yfir hana

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. september 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. október næstkomandi verður aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli manns sem sakaður er um margvísleg og óhugnanleg ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Þinghald í málinu er lokað en DV hefur ákæru héraðssaksóknara gegn manninum undir höndum. Ákæruliðirnir ellefu eru afar ófögur lesning og virðist öllum hugsanlegum tegundum ofbeldis hafa verið beitt. Meint brot áttu sér stað með reglubundnu millibili seinni hluta ársins 2018. Ákæra var gefin út í málinu þann 7. apríl síðastliðinn.

Maðurinn er meðal annars sakaður um að hafa togað öryggisbelti um háls konunnar og þrengt að en það atvik átti sér stað inni í bíl í júnímánuði árið 2018. Reif hann einnig buxur hennar og kleip í hana með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á handlegg og fæti.

Meðal ofbeldisbrota er eftirfarandi lýsing orðrétt upp úr ákæru:

„Mánudaginn 17. september, inni á þáverandi heimili þeirra að […] í Reykjavík, hellt úr kaffibolla yfir A, sparkað í aftanvert læri hennar, farið með hana inn á baðherbergi þar sem ákærði hrinti henni svo að hún féll og skall með mjóbakið á salernið, sparkað í klof hennar og stigið með hælnum ofan á ristina á henni, rifið í hár hennar og sparkað í hana þar sem hún lá á gólfinu. Því næst skipaði ákærði A að þrífa upp kaffið. Af framangreindri háttsemi hlaut A eymsli víða um líkamann, einkum á baki.“

Misþyrmingar, nauðgun og þvaglát á baðherbergi

Maðurinn er sakaður um að hafa misþyrmt konunni inni á baðherbergi, haft þvaglát yfir hana þar sem hún lá á grúfu undir sturtu og nauðgað henni skömmu síðar inni í svefnherbergi. Er atvikunum lýst svo í ákæru:

„Laugardaginn 13. október, inni á þáverandi heimili þeirra að […] í Reykjavík, hrint A þannig að hún féll og skall með ennið á baðherbergisgólfið, því næst hent fatnaði í eigu A inn í sturtuna og skrúfað frá vatninu, hent A sjálfri inn í sturtuna þar sem hann lamdi hana og hafði yfir hana þvaglát, á meðan hún lá á grúfu í sturtunni, og fór þvag ákærða yfir höfuð hennar og öxl, því næst skipað A að koma úr sturtunni og fara úr fötunum og inn í svefnherbergi þar sem ákærði klæddi hana úr nærbuxunum og hafði við hana samræði, án hennar samþykkis. Af framangreindri háttsemi hlaut A kúlu á ennið, höfuðverk, sjóntruflanir og eymsli á vinstri öxl.“

Maðurinn er ennfremur sakaður um alls kyns skemmdarverk á eigum konunnar, hann hafi skorið í sundur fatnað hennar, mölbrotið viljandi dýra myndavélarlinsu, eyðilagt mjög verðmæta Macbook fartölvu (364.990 kr.), og að hafa kastað armbandsúri og hálsmeni hennar í klósett og sturtað niður, með þeim afleiðingum að munirnir skemmdust. Einnig er hann sakaður um að hafa borað með borvél í gegnum tölvutösku konunnar.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Konan gerir einkaréttarkröfu í málinu og krefst skaða- og miskabóta upp á rétt tæplega 5,4 milljónir króna.

Sem fyrr segir verður aðalmeðferð í málinu þann 12. október og má búast við að dómur verði kveðinn upp í byrjun nóvember.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Í gær

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin