Þetta er mat bandarísku hugveitunnar The Institute for the Study of War (ISW).
Í daglegri stöðuskýrslu sinni segir ISW að herkvaðningin muni styrkja Rússa en ekki nægilega mikið til að sigrast á grundvallarvanda rússneska hersins.
Meðal þess grundvallarvanda sem rússneski herinn glímir við að mati ISW er að frá 2008 hefur hann verið byggður upp á atvinnuhermönnum og þeim sem gegna herskyldu. Að auki hafi herskyldan verið stytt þannig að hermennirnir séu ekki eins færir um að taka þátt í stríði og áður var.
Segir hugveitan að engar skyndilausnir séu til á þessum vandamálum.