fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fréttir

Rússneskir þingforsetar gagnrýna Pútín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. september 2022 08:32

Margir eru ósáttir við herkvaðninguna og lögreglan hefur beitt mótmælendur mikilli hörku. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valentina Matviyenko, formaður efri deildar rússneska þingsins, er ósátt við hvernig herkvaðningunni í Rússlandi er háttað. Í síðustu viku tilkynnti Vladímír Pútín, forseti, að allt að 300.000 karlar verði nú kvaddir í herinn til að berjast í Úkraínu.

Ákvörðun Pútíns hefur leitt til mótmæla víða í Rússlandi og hefur lögreglan gengið hart fram í að brjóta þau á bak aftur. Mörg þúsund mótmælendur hafa verið handteknir og hafa sumir þeirra verið kvaddir beint í herinn í framhaldi af handtöku.

The Guardian segir að sögur hafi heyrst af mönnum sem hafi verið kallaðir í herinn þrátt fyrir að þeir eigi að sleppa.

Þetta gaf Matviyenko tilefni til að gagnrýna framkvæmdina í færslu á Telegram. Þar sagði hún þetta vera algjörlega óásættanlegt og að hún skilji vel að almenningur hafi brugðist illa við.

Vyacheslav Volodin, formaður neðri deildar þingsins, sagði að ef mistök hafi verið gerð, eigi að leiðrétta þau og að yfirvöld þurfi að skilja þá ábyrgð sem á þeim hvíli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum
Fréttir
Í gær

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar