fbpx
Laugardagur 22.mars 2025
Fréttir

Hrottaskapur gegn pari í Skeifunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. september 2022 13:31

Frá Skeifunni. Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd: Eyþór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og rán gagnvart konu og karli. Atvikið átti sér stað aðfaranótt fimmtudagsins 16. apríl árið 2020.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum en fyrirtaka í því verður við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 5. október næstkomandi.

Mennirnir eru sakaðir um að hafa svipt parið frelsi sínu með því að setjast í aftursæti bíls þeirra er hún var kyrrstæð fyrir utan Hagkaup í Skeifunni. Sviptu þeir parið frelsi í um klukkustund, misþyrmdu fólkinu og neyddu manninn til að millifæra 780 þúsund krónur inn á reikning annars þeirra. Er þetta orðað svo í ákæru:

„Inni í bifreiðinni lögðu ákærðu hníf að hálsi þeirra, kýldu A í hægra gagnaugað og B eitt skipti í gagnaugað og gáfu henni einnig olnbogaskot í gagnaugað, hótuðu að stinga þau með sprautunál og höfðu í lífláts- og líkamsmeiðingarhótunum við þau. Ákærðu skipuðu A að aka bifreiðinni af stað og stöðva bifreiðina við Glæsibæ, þar sem annar ákærðu tók við akstri bifreiðarinnar og ók henni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal, þar sem ákærðu þvinguðu A til að millifæra 780.000 kr. inn á reikning ákærða Kristófers. Þaðan sögðu þeir A að aka bifreiðinni að bifreiðaplani við Metro við Suðurlandsbraut þar sem ákærðu tóku símana af A og B, annars vegar iPhone X síma og hins vegar iPhone 11, auk þess sem þeir tóku kveikjuláslykla bifreiðarinnar áður en þeir yfirgáfu hana. Af framangreindu hlaut B vægan heilahristing.“

Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Parið gerir einkaréttarkröfu í málinu og krefst karlmaðurinn tæplega einnar og hálfar milljóna króna í skaðabætur frá mönnunum tveimur til samans og konan krefst 700 þúsund króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Odee fær ekki að setja upp meistaraverkefnið sitt – Segir háskólann stunda ritskoðun

Odee fær ekki að setja upp meistaraverkefnið sitt – Segir háskólann stunda ritskoðun
Fréttir
Í gær

Ólöfu ofbauð framferði Ásthildar Lóu og vildi fund með Kristrúnu – „Ég er ekki að bjóða Ásthildi Lóu á fundinn“

Ólöfu ofbauð framferði Ásthildar Lóu og vildi fund með Kristrúnu – „Ég er ekki að bjóða Ásthildi Lóu á fundinn“
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan fylgdi honum til Íslands beint inn í helvíti

Fjölskyldan fylgdi honum til Íslands beint inn í helvíti
Fréttir
Í gær

Eiríkur tekur Kristinn Karl á beinið – „Alveg sérlega ómerkilegri aðferð við að gera lítið úr fólki“

Eiríkur tekur Kristinn Karl á beinið – „Alveg sérlega ómerkilegri aðferð við að gera lítið úr fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásthildur Lóa segir af sér – Eignaðist barn með unglingspilti þegar hún var 23 ára

Ásthildur Lóa segir af sér – Eignaðist barn með unglingspilti þegar hún var 23 ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær bætur eftir handtöku vegna aksturs á ADHD lyfjum á Akureyri – Þótti ör og með munnþurrk

Fær bætur eftir handtöku vegna aksturs á ADHD lyfjum á Akureyri – Þótti ör og með munnþurrk