fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Eigandi ræstingafyrirtækis á Akureyri sakaður um skattsvik og peningaþvætti fyrir yfir 200 milljónir króna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. september 2022 19:30

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. október verður aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í máli gegn Sveini Rúnari V. Pálssyni en hann er ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot og peningaþvætti við rekstur einkahlutafélagsins L1007, sem áður hét Þrif og ræstivörur.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum. Var ákæran gefin út í byrjun desember árið 2020. Sveinn Rúnar var daglegur stjórnandi fyrirtækisins með prókúru og skráður varamaður í stjórn þess fram til 2019 en varð síðan framkvæmdastjóri félagsins. Honum er gefið að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir rekstrarárin 2016, 2017 og 2018, samtals 203.562.442 kr.

Hann er jafnframt sakaður um að hafa aflað félaginu ávinnings að þessari sömu fjárhæð, nýtt ávinninginn í þágu hlutafélagsins, en það flokkast undir peningaþvætti.

Þess er krafist að Sveinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Þess má geta að á heimasíðu fyrirtækisins Þrif og ræstivörur er Sveins getið sem annars eiganda og fyrirtækið sagt vera með 40 starfsmenn í vinnu. Annars vegar sinnir það ræstingaþjónustu og hins vegar selur það viðurkenndar ræstivörur í verslun sinni á Akureyri. Á Facebook-síðu fyrirtækisins er síðasta færsla frá því í ágústmánuði. Ljóst er að fyrirtækið er rekið á annarri kennitölu en áður því félagið L1007, sem áður hét Þrif og ræstivörur, er gjaldþrota.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“