fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Halla hættir sem framkvæmdastjóri ASÍ – „Vinnuskilyrði hafa oft verið óbærileg“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. september 2022 15:23

Halla Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, ætlar ekki að snúa aftur til þeirra starfa að fæðingarorlofi sínu loknu.

„Það er ekkert leyndarmál að ég kom til starfa hjá ASÍ til að vinna með Drífu Snædal. Ég tel bæði rétt og eðlilegt að nýr forseti fái til sín framkvæmdastjóra sem hann treystir og á trúnað hjá. Á næstu vikum mun ég skila af mér og vera nýjum forseta og framkvæmdastjóra innan handar eftir þörfum, en síðan skilja leiðir,“ segir Halla á Facebooksíðu sinni.

Hún segist stolt af þeim málum sem hún hafi komið að hjá ASÍ, og hún hafi lagst á árarnar með Drífu að vinna að þeim málum sem hún hafði sett á oddinn, sem lutu meðal annars að baráttu gegn misskiptingu og ójöfnuði og glæpastarfsemi á vinnumarkaði, sem og baráttu fyrir húsnæði á viðráðanlegum kjörum.

Halla segir starfið hafa verið skemmtilegt og lærdómsríkt, og að innan raða samtakanna starfi mikið af öflugu fólki með mikla reynslu.

„ASÍ getur ekki verið öflugra en aðildarfélögin vilja hverju sinni.

Síðustu ár hafa einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi, eins og komið hefur fram opinberlega. Vinnuskilyrðin hafa oft verið óbærileg. Starfsfólk ASÍ, þar á meðal ég, hefur verið dregið inn í opinbera umræðu þar sem það á erfitt með að svara fyrir sig. Að mínu mati hefur þetta dregið þrótt úr hreyfingunni, sem kemur niður á launafólki og almenningi á Íslandi,“ segir Halla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“
Fréttir
Í gær

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís
Fréttir
Í gær

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla