fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fréttir

Erla íhugar að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu – Nafngreindi lögreglumann sem hún segir að hafi nauðgað sér í gæsluvarðhaldi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. september 2022 13:54

Frá fjölmiðlafundinum - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erla Bolladóttir er afar ósátt við þá niðurstöðu endurupptökudómstóls að hafna beiðni hennar um að dómur frá árinu 1980, þar sem hún var fundin sek um rangar sakargiftir, yrði endurupptekinn. Að hennar sögn íhugar hún nú hvort málinu verði skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Erla blés til nú í hádeginu þar sem hún fór yfir nýfallinn dóm og málið í heild sinni.

Erla var sakfelld árið 1980 fyrir rangar sakargiftir ásamt Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Marínó Ciesielski fyrir að hafa bent á þá Magnús Leópoldsson, Einar Bollason, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiríksson – svonefnda Klúbbsmenn – og sagt þá hafa átt þátt í hvarfi Geirfinns Einarssonar.

Endanlegur dómur á Íslandi

Niðurstaða dómstólsins var sú að ekki hafi ný gögn komið fram í málinu né hafi verið sýnt fram á að sönnunargögn hafi verið rangt metin eða verulegir gallar í meðferð málsins.

Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla, að undanskyldu máli Erlu. Dómurinn nú er áfram grundvallaður á því að ekki séu ný gögn eða upplýsingar komnir fram.

Benti lögfræðingur Erlu, Sigrún Gísladóttir, á augljósir gallar hafi verið í málsmeðferð hinna málanna og því skyti það skökku við að úrskurða að engir ágallar hafi verið á málsmeðferðina í máli Erlu. Nú væri hins vegar ljóst að hún myndi ekki geta leitað annað hér á landi.  „Þetta er endanlegur dómur hérlendis innanlands,“ sagði Sigrún og gaf svo Erlu orðið.

Erla fór síðan í stuttu máli yfir málið á blaðamannafundinum. Hún hafi verið tvítug að aldri og hafi verið tekin frá ellefnu vikna barni sínu. Hún hafi verið látin bíða  í þrjá til fjóra daga eftir að hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald og hafi síðan í yfirheyrslu sagt lögreglu frá öllu sem hún vissi um athæfi sem væri ekki lögum samkvæmt. Í yfirheyrslunni hafi hún svo fengið eina lokaspurningu sem hafi snúist um hvarf Guðmunds Einarssonar. Daginn eftir hafi hún svo brotnað niður, eftir margra klukkutíma yfirheyrslu, og skrifað undir skýrslu í tengslum við hvarf Guðmundar. Segir Erla að spurningarnar sem hún hafi fengið hafi verið leiðandi og að skýrslan hafi verið skrifað eins og hún hafi sagt frá í fyrstu persónu.

Nafngreindi meintan geranda sinn

Eftir stutta yfirferð svaraði Erla öllum spurningum blaðamanna. Hún greindi meðal annars frá því að henni hefði verið nauðgað í gæsluvarðhaldinu og nefndi meintan geranda sinn á nafn fyrir mistök. Hún benti þó á að það myndi blasa við, hverjum sem myndi skoða gögn málsins, um hvern hún ætti við.

Sigurbjörn Víðir var nafnið sem Erla nefndi en ljóst er að hún er að tala um Sigurbjörn Víði Eggertsson, sem var síðar yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu. Erla lagði fram kæru vegna nauðgunarinnar árið 2013 en rannsókn málsins var hætt í október á sama ári þar sem það var fyrnt.

Segir hún umræddan lögreglumann hafa rætt við hana um hvort að hún væri ekki einmanna og að hann ætlaði að hjálpa henni. Dag einn hafi hann svo komið inn í klefann til hennar, girt niður um sig, sett á sig verju og svo gengið „hreint til verks“ eins og Erla orðaði það. Hann hafi svo verið truflaður, mögulega af símhringingu. Í kjölfarið hafi umræddur lögreglumaður séð til þess, að sögn Erlu, að henni voru gefnar tvær eftirápillur og síðan sett á getnaðarvarnapillur að auki.

Umræddur lögreglumaður hækkaði svo í tign innan lögreglunnar og aðspurð um hvernig henni hafi liðið með það svaraði Erla. „Þannig komast menn stundum áfram”

Upptöku frá blaðamannafundinum má nálgast í heild sinni á vef RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins