Í viðtalinu segir Erdogan að Rússar eigi að skila öllu herteknu landi í Úkraínu aftur til Úkraínu til að friður komist á. Þegar hann var spurður hvort það eigi einnig við um Krím, sem Rússar hertóku 2014 og innlimuðu í rússneska ríkjasambandið, sagði hann svo vera.
„Ég hef rætt þetta við minn góða vin Pútín síðan 2014 og þetta er það sem við viljum að hann geri. Við höfum beðið um að Krím verði skilað aftur til réttmæts eiganda,“ sagði Erdogan.
Tyrkland er eitt fárra Evrópuríkja sem á ekki í hörðum deilum við Rússa. Erdogan og Pútín hafa til dæmis hist nokkrum sinnum síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.