fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Styrkja leyniþjónustusamstarf Bandaríkjanna og Úkraínu gegn Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 16:30

Úkraínskur hermaður í fremstu víglínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vel heppnuð sókn úkraínska hersins gegn rússneskum hersveitum í Úkraínu er merki um aukið samstarf Bandaríkjanna og Úkraínu við öflun upplýsinga tengdum stríðsrekstrinum. Þetta er mat sérfræðinga.

Með stórri og óvæntri gagnsókn tókst úkraínska hernum að hrekja Rússa frá stórum landsvæðum, bæði í norðausturhluta landsins og í suðurhlutanum, Kherson-héraðinu. Gagnsóknin var vel skipulögð og byggðist meðal annars á auknu samstarfi Bandaríkjanna og Úkraínu við upplýsingaöflun og njósnir um Rússa.

New York Times skýrir frá þessu og segir að leyniþjónustustofnanir landanna hafi aukið samstarf sitt. Þetta kemur eflaust mörgum á óvart því síðustu mánuði hefur verið töluvert um sögur um að samband Bandaríkjanna og Úkraínu væri slæmt þegar kæmi að því að skiptast á upplýsingum. Bandaríkin höfðu þó látið Úkraínumönnum mikilvægar upplýsingar í té um rússnesk skotmörk en ekki hljóðalaust.

Til dæmis höfðu Bandaríkin oft kvartað undan að fá ekki nægar upplýsingar um gang stríðsins frá Úkraínumönnum. En í sumar breyttu Úkraínumenn um stefnu og fóru að deila upplýsingum með Bandaríkjamönnum til að auðvelda þeim að hjálpa til við stríðsreksturinn. New York Times hefur þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins.

En áður en samstarfið komst á góðan grunn áttu löndin erfitt með að starfa saman. Í sumar var samstarfið svo lítið að Avril D. Haines, forstjóri bandarísku leyniþjónustustofnanna, sagði í yfirheyrslu hjá þingnefnd að Bandaríkjamenn hefðu meiru upplýsingar um hvað væri að gerast hjá Rússum en hjá Úkraínumönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissunni loks lokið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla