fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Stór ósigur Rússa – Eru ekki lengur með allt Luhansk á sínu valdi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 07:55

Úkraínskir hermenn á götum Bilohorivka. Mynd:operativnoZSU/Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn hefur náð bænum Bilohorivka á sitt vald. Þetta er bær nærri borginni Lysychansk í Luhansk. Þetta er lítill bær en það hefur mikið sálrænt gildi að Úkraínumenn hafa náð honum á sitt vald. Það þýðir nefnilega að Rússar hafa ekki lengur allt Luhansk-héraðið á sínu valdi.

Héraðið er eitt mikilvægasta markmið Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, í stríðinu og lengi vel var héraðið algjörlega á valdi Rússa. The Guardian segir að nú hafi úkraínskar hersveitir náð Bilohorivka á sitt vald og þar með hafi Rússar ekki allt héraðið á sínu valdi.

Serhiy Haidai, héraðsstjóri, sagði að Úkraínumenn séu með „full yfirráð“ yfir Bilohorivka. „Skref eftir skref, sentimetra eftir sentimetra, munum við frelsa allt landið okkar frá innrásarhernum,“ sagði hann.

Á myndböndum, sem hafa verið birt á Telegram, sjást úkraínskir hermenn á götum Bilohorivka.

Rússar höfðu allt héraðið á sínu valdi í tæpa þrjá mánuði en þeir gerðu það að aðalmarkmiði sínu þegar þeim mistókst að ná höfuðborginni Kiyv á sitt vald. Eftir harða og blóðuga bardaga í héraðinu hörfaði úkraínski herinn þaðan en er nú kominn aftur þangað.

Þetta gerir að verkum að Rússar hafa ekki náð því markmiði sínu að hafa bæði Donetsk og Luhansk, kallað Donbas, á sínu valdi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi