Þegar leiðtogafundur Shanghai Cooperation Organisation fór fram í Úsbekistan í síðustu viku fékk hann að bragða á þessu meðali. Hann fundaði með leiðtogum Tyrklands, Aserbajdan, Indlands og Kína, hverjum fyrir sig, og nú var röðin komin að honum að bíða. Aftonbladet skýrir frá þessu.
Pútín sat, hann stóð og hann blaðraði í gegnum pappíra á meðan hann beið eftir að leiðtogarnir létu sjá sig.
En þetta var ekki eina niðurlægingin sem Pútín varð fyrir á fundinum. Á fréttamannafundi neyddist hann til að staðfesta að Úkraínumönnum hefði gengið vel á vígvellinum og að sókn Rússa gengi hægt fyrir sig.
Indverski forsætisráðherrann gagnrýndi einnig Pútín fyrir framan myndavélarnar fyrir að binda ekki enda á stríðið og hann sleppti því að faðma Pútín en þeir hafa alltaf faðmast á fundum af þessu tagi.
Á fundi Pútíns með Xi Jinping, Kínaforseta, fékk Pútín ekki að heyra það sem hann vildi því kínverski starfsbróðir hans lýsti ekki yfir stuðningi við stríðið í Úkraínu.
Einnig vakti það athygli sumra að á myndbandi sjást Erdrogan, Tyrklandsforseti, og Pútín ganga arm í arm. Margir hafa út frá þessu myndbandi velt fyrir sér hvort heilsu Pútíns sé farið að hraka svo að Erdogan hafi þurft að styðja hann.
Is #Erdogan 🇹🇷helping #Putin 🇷🇺to walk by holding his arm? pic.twitter.com/RdOaUcvXCR
— Daniel Smith (@DanielS18352008) September 17, 2022
d,