fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Pútín niðurlægður á leiðtogafundi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 05:58

Pútín þurfti að bíða eftir Erdogan, Tyrklandsforseta. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barack Obama, Angela Merkel og Shinzo Abe. Fyrir utan að hafa verið þjóðarleiðtogar eiga þau eitt annað sameiginlegt. Öll þurftu þau að bíða eftir Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, á opinberum fundum. Nýlega fékk Pútín að bragða þessu meðali sem hann hefur svo oft notað.

Þegar leiðtogafundur Shanghai Cooperation Organisation fór fram í Úsbekistan í síðustu viku fékk hann að bragða á þessu meðali. Hann fundaði með leiðtogum Tyrklands, Aserbajdan, Indlands og Kína, hverjum fyrir sig, og nú var röðin komin að honum að bíða. Aftonbladet skýrir frá þessu.

Pútín sat, hann stóð og hann blaðraði í gegnum pappíra á meðan hann beið eftir að leiðtogarnir létu sjá sig.

En þetta var ekki eina niðurlægingin sem Pútín varð fyrir á fundinum. Á fréttamannafundi neyddist hann til að staðfesta að Úkraínumönnum hefði gengið vel á vígvellinum og að sókn Rússa gengi hægt fyrir sig.

Indverski forsætisráðherrann gagnrýndi einnig Pútín fyrir framan myndavélarnar fyrir að binda ekki enda á stríðið og hann sleppti því að faðma Pútín en þeir hafa alltaf faðmast á fundum af þessu tagi.

Á fundi Pútíns með Xi Jinping, Kínaforseta, fékk Pútín ekki að heyra það sem hann vildi því kínverski starfsbróðir hans lýsti ekki yfir stuðningi við stríðið í Úkraínu.

Einnig vakti það athygli sumra að á myndbandi sjást Erdrogan, Tyrklandsforseti, og Pútín ganga arm í arm. Margir hafa út frá þessu myndbandi velt fyrir sér hvort heilsu Pútíns sé farið að hraka svo að Erdogan hafi þurft að styðja hann.

d,

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök