„Ég hef lokað skilningarvitum mínum fyrir öllu tengdu Covid,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við Fréttablaðið. Hann sagðist þó telja líklegt að honum fari að ljúka.
Hann benti á mikilvægi örvunarskammta og tók sem dæmi að ef „títer“ sé notað, það er relatívur mælikvarði sem er notaður til að mæla mótefnamagn í blóði, hafi hann verið með 17.500 títer í ágúst í fyrra eftir að hann fékk þriðja bóluefnaskammtinn. Þegar hafi verið komið fram á vor hafi gildið verið komið niður í 2.750. „Ég sýktist síðan af veirunni í apríl og eftir það var ég með 63.000 títer.“ „Þetta eru ekki flókin vísindi,“ sagði Kári og bætti við að COVID sé ólík mörgum öðrum veirusýkingum því oftar þurfi að skerpa á mótefninu með örvunarskömmtum.