fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Kári segir að heimsfaraldrinum fari líklega að ljúka

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 09:02

Kári Stefánsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku sagði forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO að heimsfaraldur kórónuveirunnar sé í rénun og Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lýsti því yfir um helgina að faraldrinum væri lokið í Bandaríkjunum.

„Ég hef lokað skilningarvitum mínum fyrir öllu tengdu Covid,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við Fréttablaðið. Hann sagðist þó telja líklegt að honum fari að ljúka.

Hann benti á mikilvægi örvunarskammta og tók sem dæmi að ef „títer“ sé notað, það er relatívur mælikvarði sem er notaður til að mæla mótefnamagn í blóði, hafi hann verið með 17.500 títer í ágúst í fyrra eftir að hann fékk þriðja bóluefnaskammtinn. Þegar hafi verið komið fram á vor hafi gildið verið komið niður í 2.750. „Ég sýktist síðan af veirunni í apríl og eftir það var ég með 63.000 títer.“ „Þetta eru ekki flókin vísindi,“ sagði Kári og bætti við að COVID sé ólík mörgum öðrum veirusýkingum því oftar þurfi að skerpa á mótefninu með örvunarskömmtum.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri