fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Íslenskur ökuníðingur smyglaði inn kókaíni frá Belgíu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. september 2022 14:30

Samsett mynd - Mynd í bakgrunni: Pexels/Petar Starčević

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. september síðastliðinn var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl. Maðurinn sem um ræðir flutti inn 127,89 grömm af kókaíni með 80% styrkleika en en kókaínið var ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hann smyglaði kókaíninu í 10 pakkningum innvortis til landsins frá Brussel, Belgíu.

Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ákærði hafi verið eigandi kókaínsins eða að hann hafi tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þess til landsins, það er að segja fyrir utan það að hann samþykkti að flytja þau til Íslands gegn greiðslu.

Fyrir dómi játaði maðurinn afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru. Dómarinn sá ekki ástæðu til að draga það í efa að játningin væri sannleikanum samkvæm þar sem hún var í samræmi við sönnunargögn málsins.

Ökuníðingur sem reglulega er dæmdur í fangelsi

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem maðurinn kemst í kast við lögin. Í dóminum er farið yfir fyrri brot mannsins en frá árinu 2016 hefur hann hlotið sjö refsidóma og sex sinnum gengist undir sátt fyrir umferðarlagabrot. Í desember árið 2016 fékk maðurinn sekt fyrir fíkniefnaakstur og fíkniefnalagabrot. Árið eftir gekkst hann fimm sinnum undir sektargreiðslur auk þess sem hann var sviptur ökurétti fyrir umferðarlagabrot, aðallega fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá ók hann einnig þrátt fyrir að vera ekki með ökuréttindi.

Í febrúar árið 2018 var hann svo dæmdur í 60 daga fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt fyrir fíkniefnaakstur og að aka þrátt fyrir að vera sviptur ökurétti. Í desember á sama ári var hann dæmdur í 90 daga fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt fyrir sömu brot. Í febrúar árið 2019 var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir fíkniefnaakstur og fleiri umferðarlagabrot. Í apríl árið 2019 var hann dæmdur í 15 daga fangelsi fyrir akstur sviptur ökurétti og í septemer á sama ári fékk hann aftur dóm fyrir akstur sviptur ökurétti, í þetta skiptið 60 daga fangelsi.

Um haustið árið 2020 var maðurinn dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur og fleiri umferðarlagabrot. Mánuði síðar var hann svo dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir akstur sviptur ökurétti en um var að ræða hegningarauka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina