Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um að vera undir áhrifum vímuefna. Viðkomandi reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum.
Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um rúðubrot í verslun í Miðborginni. Ekki er vitað hver var að verki. Á þriðja tímanum var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Miðborginni. Þjófurinn komst undan.
Í Hafnarfirði var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir um klukkan 22. Þar reyndust vera menn í leit að ánamöðkum.
Í Grafarvogi var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir á fyrsta tímanum í nótt. Þar voru menn að taka í húna á bílum. Þeir voru farnir þegar lögreglan kom á vettvang.