fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fréttir

Gassamningurinn getur styrkt Kína og veikt Rússland

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 18:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband Rússlands og Vesturlanda er við frostmark ef ekki fyrir neðan frostmark. Hætt hefur verið við að taka Nord Stream 2 gasleiðsluna í notkun og Rússar hafa skrúfað fyrir gasstreymi í gegnum Nord Stream 1. Þeir hafa nú snúið sér í austur og ætla að leggja risastóra gasleiðslu til Kína.

Það er rökrétt en felur einnig í sér ákveðna áhættu að mati Lars Johannsen, lektors í stjórnmálafræði við Árósaháskóla. Í samtali við TV2 sagði hann að eins og staðan sé núna sé þetta skiljanlegt en til lengri tíma litið geti þetta orðið til þess að Rússar verði undir Kína settir hvað varðar stöðu ríkjanna.

Í síðustu viku var tilkynnt að Rússar og Kínverjar hafi samið um kaup Kínverja á 50 milljörðum rúmmetra af gasi frá Rússlandi árlega.

Johannsen benti á að gas sé stór hluti af tekjum Rússa í erlendum gjaldmiðlum. Sala á orkugjöfum úr landi sé stór hluti af rússneskum efnahag og útflutningi. Nú geti Rússar ekki lengur treyst á hungur ESB-ríkja eftir orku því Vesturlönd ætli ekki að fara aftur í þá stöðu sem var fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Jafnvel þótt stríðinu ljúki verði staðan erfið fyrir Rússland. Evrópa og restin af Vesturlöndum muni ekki byrja að kaupa jafn mikið af gas og áður því fólk vilji ekki lenda í sömu stöðu og áður hvað varðar að vera háð orku frá Rússlandi.

Rússar eiga í erfiðleikum með að losna við gas núna og því er að mati Johannsen eðlilegt að þeir semji við Kínverja. En Kínverjar séu stærri sigurvegari en Rússar hvað varðar þennan samning.

Þeir hafa sífellt meiri þörf fyrir orku og gas frá Rússlandi hjálpar þeim við að leysa úr þeirri þörf.

Sala á gasi til Kína mun skipta Rússa miklu máli en Johannsen sagði að salan geti samt verið „eiturpilla“ fyrir Rússland. Ekki liggi fyrir hver langtímaáhrif samningsins verði og ekki sé útilokað að Rússar verði háðir því að selja Kínverjum gas í staðinn fyrir að selja það til Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Langar biðraðir hjá Fjölskylduhjálpinni – „Yfirvöld virðist ekki gefa þessu nokkurn einasta gaum“

Langar biðraðir hjá Fjölskylduhjálpinni – „Yfirvöld virðist ekki gefa þessu nokkurn einasta gaum“
Fréttir
Í gær

Segir bikblæðingar ekki réttlætanlegar og Vegagerðina ábyrga – Ákveðnir vegir hreinlega hættulegir

Segir bikblæðingar ekki réttlætanlegar og Vegagerðina ábyrga – Ákveðnir vegir hreinlega hættulegir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“