fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Eldur kviknaði í húsnæði Lava Show á Granda

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. september 2022 13:00

Hjónin Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt, klukkan 3:21, kviknaði eldur í strompi í húsnæði við Fiskislóð 73 þar sem stendur til að opna margverðlaunuðu hraunsýninguna Lava Show þann 1. október næstkomandi.

Skömmu síðar kom slökkviliðið og vel gekk að ná tökum á eldinum sem var staðbundinn í og við strompinn og hafði lítið breiðst út. Öryggiskerfin virkuðu fullkomlega og allur búnaður er í lagi.

„Við erum að rannsaka orsök eldsins og erum með líklega tilgátu. Þetta er auðvitað ákveðið áfall en við erum mjög ánægð með að öll öryggiskerfi hafi virkað og rafmagn fór aldrei af húsinu. Skemmdir innandyra eru óverulegar og allur búnaður er í lagi. Mikilvægast af öllu er auðvitað að engin slys urðu á fólki. Þetta endaði því vel og það má segja að þetta hafi verið gott öryggistékk á starfseminni áður en við opnum fyrir almenningi,“ segir Júlíus Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Lava Show.

Lava Show hefur verið starfrækt í Vík í Mýrdal síðan 2018 en starfsemin gengur út á að endurskapa aðstæður eldgoss með því að bræða hraun upp í 1100°C og hella því svo inn í sýningarsal. Sýningin í Vík hefur fengið fádæma viðtökur gesta og til stendur að opna Lava Show í Reykjavík innan tíðar.

Sjá einnig: Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Í gær

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“