fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Aukinn þrýstingur á Pútín – Vilja að hann noti kjarnorkuvopn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 08:00

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar niðurlægjandi ósigurs rússneska hersins í Kharkiv hefur vaxandi þrýstingur verið á Vladímír Pútín, forseta, frá aðilum sem vilja ekki frið í Úkraínu. Þeir vilja þvert á móti herða stríðsreksturinn.

Eftir því sem staða rússneska innrásarliðsins versnar og niðurlægingin verður meiri þrýsta rússneskir þjóðernissinnar á að Rússar grípi til enn harðari aðgerða.

Business Insider fjallaði nýlega um málið og hvernig stemmningin í Rússlandi hefur breyst, það er að segja stemmningin sem snýr að Pútín og stríðsrekstrinum.

Opinberlega hafa margir stjórnmálamenn, þar á meðal úr flokki Pútíns og leiðtogi kommúnistaflokksins, sagt opinberlega að Rússar neyðist til að lýsa yfir stríði og grípa til herkvaðningar nú þegar.

Pútín hefur ekki viljað grípa til þess ráðs því hann og stjórn hans hafa kallað stríðið „sérstaka hernaðaraðgerð“ en ekki stríð. Ef Pútín lýsir yfir stríði gæti orðið erfitt fyrir hann að útskýra af hverju hin „sérstaka hernaðaraðgerð“ skilaði ekki árangri en hann og aðrir ráðamenn hafa haldið því stöðugt fram að allt gangi eftir áætlun.

Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tétjeníu, hefur sent mörg þúsund hermenn til Úkraínu til að aðstoða rússneska hermenn. Í kjölfar niðurlægingarinnar í Kharkiv sagði Kadyrov að alvarlega mistök hefðu verið gerð í Kharkiv og að breyta yrði um taktík í stríðinu. Á Telegram sagði hann enga ástæðu til að bíða eftir að Kreml lýsi yfir stríði. Sérhver héraðsstjóri geti auðveldlega útvegað og þjálfað 1.000 sjálfboðaliða.

Margir rússneskir herbloggarar, sem njóta verndar háttsettra aðila innan rússneska hersins, hafa breytt um tón í kjölfar hrakfaranna í Kharkiv en þeir hafa stutt innrásina frá upphafi. Nú eru þeir orðnir grófir og gagnrýni þeirra á rússneska leiðtoga fer vaxandi. Igor Girkin er mest áberandi í þessum hópi en hann er með 560.000 fylgjendur á Telegram. Hann var áður meðlimur leyniþjónustu hersins og kom að hernámi Krím 2014 og innlimun skagans í rússneska ríkjasambandið. Hann var í svo miklu uppnámi yfir gangi mála að hann skrifaði að skjóta ætti Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og að Rússar ættu kerfisbundið að varpa sprengjum á allar rafstöðvar í Úkraínu. Hann hefur einnig hvatt til þess að hernum verði heimilað að nota lítil kjarnorkuvopn í Úkraínu til að valda gríðarlegum flóttamannastraumi til Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“