Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en ekki er skýrt nánar frá alvarleika meiðsla þolandans.
Tilkynnt var um líkamsárás í Vesturborginni. Gerandinn var farinn af vettvangi er lögreglu bar að garði. Málið er í rannsókn.
Einn var handtekinn, grunaður um framleiðslu fíkniefna.
Þrír ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.