fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Fréttir

Gunnar Smári minnist Hrafns – „Hrafn var náttúruafl“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. september 2022 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og baráttumaður, féll frá í gær eftir stutta en harða baráttu við krabbamein í hálsi.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fyrrum fjölmiðlamaður, skrifar á Facebook falleg minningarorð um þennan gamla félaga og sendir fólkinu hans samúðarkveðjur.

„Hrafn var náttúruafl, eins og þau sem þekktu til hans munu segja ykkur á næstu dögum. Gat bæði fengið fólk og félög til að blómstra. En gat svo flætt um eins og glóandi hraun, ómótaður kraftur sem ómögulegt var að segja til um hvað yrði úr eða ætlaði sér. Og það gat orðið ansi heitt og háskalegt nærri Hrafni. Og kalt í buskanum fyrir þau sem elskuðu hann, þegar hann var skyndilega horfinn burt til annarra verka.“ 

Gunnar segir að Hrafn hafi reynst honum vel þegar enginn vildi ráða Gunnar til nokkurra verka skömmu fyrir aldamótin.

„Hann var þá ritstjóri á Alþýðublaðinu og leyfði mér að skrifa þar greinar, meira að segja hæðast að nýkjörnum forseta í eins konar framhaldssögu sem við kölluðum Bessastaðabækurnar. Hann las kíka yfir bók sem ég skrifað. Í raun skrifaði ég bókina fyrir Hrafn, mætti með nýjan kafla í hverri viku eins og Hraf þyrfti að senda hann í prentun þá um kvöldið.“ 

Engu að síður hafi þeir ekki verið miklir vinir. „Höfðum unnið saman, þekktum hvorn annan og gátum skemmt okkur með samtali. En við vorum ekki það sem kalla má vini. Ég hafði orðið vélarvana út á sjó, sigldi í höfn hjá Hrafni og stungið mér í samband við orkuvélina sem hann var. Eins og svo margir gerðu.“ 

Gunnar rifjar upp síðustu samskipti sín við Hraf. Þá hafi hann allt í einu verið mættur í „ponsjó“ inn á stofugólf og sagði „sjö sögur í einu“.

„Við náum ekki öllu en Mosi hundurinn okkar öllu. Mosi gapti af lotningu á Hrafn og það var eins og hann vildi segja að ef hann væri maður þá væri hann akkúrat eins og Hrafn. Hrafn væri maður sem hafði sprengt af sér þessar hömlur sem gerðu menn svo þvingaða og herta í augum hunda.“ 

Þessi ást hundsins var gagnkvæm. „Hvar sem Hrafn hafði farið var fólk að reyna að hemja hann og dempa. Mosi stóð hins vegar með honum í einu og öllu. Mér fannst því að Mosi einn gæti fylgt Hrafni og passað, hann yrði að verða verndarengill Hrafns í háska hans. Við keyrðum því þrír norður yfir heiðar um kvöldið; ferð sem varð söguleg og endaði í dramatískum hápunkti, en er svo fólkin og djúp að ég hef enn ekki vit til að segja hana.“ 

Gunnar hitti Hrafn nokkrum sinnum eftir þetta. Þá hafi Hrafn meðal annars sagt frá nauðungarvistun sem hann var látinn sæta og frá ofbeldinu sem hann mátti þola á geðdeildum.

„Ég þekkti til þessa, hafði unnið á Kleppi sem ungur maður. Allt er þetta sorgleg saga. Það væri hægt að komast hjá miklu ofbeldi og kúgun ef fólk fengi oftar að vera eins og það er. Stundum er lækningin verri en sjúkdómurinn. Og hvaða máli skiptir þótt einhver sé ekki í jafnvægi? Það er ekki eins og við hin séum alltaf í lagi. Stundum er það meira að segja hálf sturlað að þykjast vera í lagi í veröld þar sem sársauki og óréttlæti ólga undir yfirborði sem helst slétt vegna daunillar fitubrákar sem liggur yfir öllu. 

Ég sendi fólkinu hans Hrafns samúðarkveðjur. Það eiga auðvitað stórkostlegar minningar um þennan logandi anda. Sem brann svo skyndilega upp og er horfinn.“ 

Sjá einnig: Hrafn Jökulsson er látinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum
Fréttir
Í gær

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld
Fréttir
Í gær

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“
Fréttir
Í gær

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“