fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Ragnar Arnalds er látinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. september 2022 06:46

Ragnar Arnalds. Mynd:Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Arnalds, fyrrum ráðherra, er látinn, 84 ára að aldri. Ragnar fæddist í Reykjavík 8. júlí 1938. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1958, Nam bókmenntir og heimspeki við sænska háskóla á árunum 1959-1961. Lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1968 og fékk héraðsdómslögmannsréttindi sama ár.

Hann sinnti kennslu á árunum 1958 til 1972, með hléum.

Hann var formaður Alþýðubandalagsins frá 1968-1977. Sat á þingi frá 1963 til 1967 og aftur frá 1971-1999.  Gegndi embætti menntamála- og samgönguráðherra 1978-1979 og fjármálaráðherra frá 1980 til 1983.

Var formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1971-1975, 1979-1980, 1983-1987 og 1992-1995.

Ragnar sat í fjölda nefnda og stjórna og gegndi formennsku í mörgum nefndum og ráðum. Hann átti sæti í bankaráði Seðlabankans og í landsdómi frá 1999 til 2005.

Ragnar samdi nokkur leikrit, þar á meðal Uppreisn á Ísafirði og Sveitasinfónía.

Hann var ritstjóri Frjálsrar þjóðar 1960, Dagfara 1961-1962 og Nýrrar útsýnar 1969.

Eftirlifandi eiginkona Ragnar er Hallveig Thorlacius brúðuleikari. Þau eiga dæturnar Guðrúnu og Helgu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar