Þetta sagði hann við fréttamenn á fréttamannafundi í flugvél þegar hann var á leið heim til Rómar frá Kasakstan í gær. Einn af fréttamönnunum spurði hann hvort það sé „siðferðilega í lagi“ að önnur ríki sendi Úkraínumönnum vopn.
„Það er pólitísk ákvörðun sem getur verið í lagið siðferðilega séð ef það er gert við réttar kringumstæður,“ sagði páfinn að sögn Reuters.
Hann vísaði til handrits kaþólsku kirkjunnar um „meginreglur heiðarlegs stríðs“ en samkvæmt því er heimilt að nota vopn í sjálfsvörn gegn innrásarliði.
Páfinn hefur áður tjáð sig um stríðið og hefur meðal annars hafnað skýringum Rússa sem segja að stríðið sé „sérstök hernaðaraðgerð“. „Í Úkraínu flýtur blóð og tár. Þetta er ekki hernaðaraðgerð, heldur stríð sem leiðir til dauða, eyðileggingar og sorgar,“ sagði páfinn fyrr á árinu.