Eldur kom upp í vinnuvél í verksmiðjuhúsnæði. Búið var að slökkva eldinn þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang. Vinnuvélin er talin ónýt en engar aðrar skemmdir urðu.
Þrjár bifreiðar voru skemmdar á suðurhluta varðsvæðisins og einnig var leiktæki skemmt við skóla á þessu svæði.
Einn ökumaður var handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og tveir, sem eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.
Einn var vistaður í fangageymslu eftir að hann hafði áreitt konur í Miðborginni. Hann var á annarlegu ástandi.