Þrír Íslendingar ákvað að gera sér glaðan dag í borginni Liége í Frakklandi og fóru í flugferð með loftbelg. Eftir klukkutíma í loftinu var tími til kominn að snúa aftur til jarðar en ekki fór betur en svo að loftbelgurinn brotlenti. Karfan sem farþegar voru í hvolfdi með þeim afleiðingum að tvær íslenskar konur úr 11 manna hópnum féllu til jarðar og slösuðust, en þær voru fluttar með sjúkrabíl af vettvangi.
Samkvæmt heimildum DV hnébrotnaði önnur konan í slysinu og er nú í gipsi frá nára og niður. Sú kona er Guðlaug Ingvadóttir, móðir Guðmundar Felix Grétarssonar, sem hefur verið í Frakklandi til að aðstoða Guðmund Felix við endurhæfingu eftir handaágræðslu hans, en hún er önnur tveggja aðstoðarmanna hans.
Rannsókn er hafin að tildrög slyssins samkvæmt frönskum fjölmiðlum.
Uppfært: 17/9 – Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að 11 Íslendingar hafi verið um borð í loftbelgnum. Íslendingarnir voru þrír en hópurinn í loftbelgnum taldi 11 manns. Fréttin hefur verið leiðrétt.