Í söluhópnum Hobbýistinn uppboðssíða. Seðlar & Mynt á Facebook er nú 2000 króna seðill boðinn til sölu. Um uppboð er að ræða og er lágmarksverð fyrir seðilinn 39.000 krónur.
Seðillinn er sagður ónotaður og því í toppstandi. Að auki er raðnúmer hans lágt sem einhverjum þykir kannski eftirsóknarvert.
Þegar þetta er skrifað hefur ekkert boð borist í seðilinn en áhugasamir geta enn náð að bjóða í hann því uppboðinu lýkur ekki fyrr en klukkan 20 á sunnudaginn.