fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Útsmognir tölvuþrjótar skildu eftir fótspor sitt á Íslandi – Stálu 23 milljónum króna með blekkingum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. september 2022 18:30

Frá höfuðsstöðvum Competitive Heating and Air-Conditioning LLC í Wisconsin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur fyrirtækisins í bænum Waterford í Wisconsin-fylki í Bandaríkjanum urðu á dögunum fyrir barðinu á tölvuþrjótum sem skildu eftir fótspor sín á Íslandi. Þetta kemur fram í frétt staðarmiðilsins Kenosha News en í henni kemur fram að bandaríska fyrirtækið, Competitive Heating and Air-Conditioning LLC , sem sérhæfir sig í húshitun og loftræstikerfum, hafi látið hafa af sér um 162.5000 bandaríska dollara , tæplega 23 milljónir króna, í svindlinu.

Það átti sér stað þannig að fyrirtækið, sem á sér langa rekstrarsögur, fékk tölvupóst þann 28. júní frá birgja þar sem farið var fram á breytingar á greiðslufyrirkomulagi. Tölvupósturinn virtist vera frá yfirmanni þess fyrirtækis og var svo sannfærandi að fjármálastjóri Competitive Heating and Air-Conditioning LLC lét blekkjast og millifærði tvær greiðslur, alls tæplega 23 milljónir króna,  inn á hinn nýja reikning.

Málið komst svo upp þegar raunverulegur birgi fór að ýta á eftir greiðslu vangoldinna reikninga. Þá kom í ljós að einn stafur í netfangi hins meinta yfirmanns birgjans, var öðruvísi en hið rétta netfang sem áralöng samskipti höfðu farið í gegnum.

Í frétt Kenosha News segir einn eigandi Competitive Heating and Air-Conditioning LLC að um mikið högg sé að ræða fyrir fyrirtækið. Tekist hafi að endurheimta rúmlega 8 milljónir króna af upphæðinni og þá mun tryggingafélag fyrirtækisins endurgreiða rúmlega 3,5 milljónir króna.

Lögreglunni í Waterford var gert viðvart þann 16. júlí síðastliðinn. Þá kom í ljós að svindlararnir höfðu stofnað reikning 15 dögum fyrr hjá Community State Bank ytra.

Hins vegar var netfangið sem tölvuþrjótarnir notuðu rakið til hýsingaraðila hér á Íslandi. Það hafi gert það að verkum að Waterford-lögreglan mun ekki rannsaka málið frekar en ekki með neina lögsögu hér á landi. Eigendur Competitive Heating and Air-Conditioning LLC munu því þurfa að leita til bandarísku alríkislögreglunnar en ekki kemur fram í fréttinni hvort það skref hafi verið stigið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Í gær

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum