fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Maðurinn sem réðst á Omar með hrottalegum hætti 17. júní ákærður fyrir tvö banatilræði – „Hvað gerðist eiginlega?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. september 2022 15:00

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til að ráða tveimur vinnufélögum sínum bana á þjóðhátíðardaginn 17. júní. RÚV greinir frá.

Annar þolenda mannsins þríhöfuðkúpubrotnaði. Sá heitir Omar Alraham, en hann er 41 árs gamall maður frá Írak sem býr í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Hann greindi DV frá því í kjölfar árásarinnar að hann hafi komið hingað til lands árið 2020 og talið sig hafa fundið friðsælasta stað á jarðríki og hlakkað til að búa fjölskyldu sinni hér gott heimili og líf.

Omar greindi frá því að hann hafi kropið  niður við bílhjól að huga að dekki á bíl sínum sem var í ólagi og muni svo næst eftir sér á sjúkrahúsi umkringdur heilbrigðisstarfsfólki og lögreglumönnum. Árásin átti sér stað um morguninn og hlaut Omar þrjú brot á höfuðkúpu og sár á höfði, rifbeinsbrot og löskun á hægri hendi. Auk þess var árásin honum mikið áfall.

„Vinur minn var að hjálpa mér eitthvað með dekkið. Ég beygði mig niður. Ég sá að einhver gekk aftur fyrir mig. Svo man ég ekki neitt þar til ég vakna allt í einu á spítalanum. Ég spurði: Hvað gerðist eiginlega?“

Árásarmaðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn. Omar greindi DV frá því að sá maður sé frá Afganistan og hafi þeir nánast ekkert þekkst og ekki neinn ágreiningur þeirra á milli. Vopnin sem árásarmaðurinn er sagður hafa beitt í ákæru eru klaufhamar og jarðhaki.

Eins er manninum gert að sök önnur til raun til manndráps þann sama dag, einnig gegn vinnufélaga. Til vara fer ákæruvaldið fram á að maðurinn verði dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, en hann er sagður hafa slegið þann vinnufélaga með klaufhamrinum í höfuðið án fyrirvara.

Omar fer fram á fimm milljónir í skaðabætur og hinn þolandi mannsins fer fram á þrjár.

Í viðtalinu við DV í kjölfar árásarinnar sagði Omar að maðurinn hafi eins ráðist gegn eiganda verktakafyrirtækisins sem var að störfum á svæðinu, en hann hafi lítið sakað.

Omar sagði í júní að hann óttaðist að fara út úr húsi og óttaðist einnig um öryggi fjölskyldu sinnar. Fjárhagsstaða fjölskyldunnar var einnig erfið þar sem Omar var fyrirvinnan og varð óvinnufær í kjölfar slyssins. Hann sagði það einnig skipta hann miklu máli að fá einhverja skýringu á hvers vegna hann varð fyrir þessari hrottalegu árás. Nú hefur ákæra verið gefin út og því má vona að Omar fari nú að fá þau svör.

Sjá einnig: Omar varð fyrir manndrápstilraun á Seltjarnarnesi á 17. júní – „Ég get ekki sofið og þori ekki út úr húsi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Í gær

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum