Niðurstaða teymis þjóðkirkjunnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall í Kópavogi, hafi í tíu tilvikum orðið uppvís að háttsemi sem er ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hans sem sóknarprests.
Hann hefur látið af störfum við prestakallið og áformað er að veita honum skriflega áminningu.
Séra Gunnar var sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislegra áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti
Þetta kemur fram í tilkynningu frá þjóðkirkjunni en séra Gunnar er þar þó ekki nafngreindur.
Í tilkynningunni segir að í tveimur tilvikum metur teymið háttsemi sóknarprestsins svo að sóknarpresturinn hafi orðið uppvís af orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum metur teymið að sóknarpresturinn hafi orðið uppvís af orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum.
Órói innan prestastéttarinnar vegna ummæla formanns Prestafélagsins – Sagði séra Gunnar vera þolanda
„Þjóðkirkjan mun tryggja að það góða starf sem byggt hefur verið upp í prestakallinu verði áfram við lýði og þeim sem það sækja til blessunar.
Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað.
Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum,“ segir í tilkynningunni.