fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fréttir

Séra Gunnar uppvís að kynferðislegri áreitni og er hættur störfum – „Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu“

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 14. september 2022 14:32

Séra Gunnar Sigurjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstaða teymis þjóðkirkjunnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall í Kópavogi, hafi í tíu tilvikum orðið uppvís að háttsemi sem er ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hans sem sóknarprests.

Hann hefur látið af störfum við prestakallið og áformað er að veita honum skriflega áminningu.

Séra Gunnar var sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislegra áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti

Þetta kemur fram í tilkynningu frá þjóðkirkjunni en séra Gunnar er þar þó ekki nafngreindur.

Í tilkynningunni segir að í tveimur tilvikum metur teymið háttsemi sóknarprestsins svo að sóknarpresturinn hafi orðið uppvís af orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum metur teymið að sóknarpresturinn hafi orðið uppvís af orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum.

Órói innan prestastéttarinnar vegna ummæla formanns Prestafélagsins – Sagði séra Gunnar vera þolanda

„Þjóðkirkjan mun tryggja að það góða starf sem byggt hefur verið upp í prestakallinu verði áfram við lýði og þeim sem það sækja til blessunar.

Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað.

Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum,“ segir í tilkynningunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir
Fréttir
Í gær

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“
Fréttir
Í gær

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“
Fréttir
Í gær

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 
Fréttir
Í gær

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb
Fréttir
Í gær

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“