fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fréttir

Sakaður um að hafa nauðgað konu á meðan hún svaf og eftir að hún vaknaði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. september 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á Suðurlandi fyrir að hafa nauðgað konu, bæði á meðan hún var sofandi og svo haldið áfram eftir að hún vaknaði.

Í ákæru er því lýst að maðurinn hafi fyrst stingið fingri í leggöng konunnar á meðan hún svaf. Hún hafi við það vaknað og tilkynnt honum að hún vildi þetta ekki og því næst sofnað á ný. Maðurinn hafi þá haft við hana samræmi á meðan hún svaf, en konan gat þá ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga. Hún hafi svo vaknað og ákærði tók eftir því en hélt engu að síður áfram að nauðga henni og beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung með því að halda henni fastri. Hann lét ekki af háttseminni jafnvel þó konan hafi látið hann skýrt vita að hún vildi þetta ekki, grátið og reynt að losa sig.

Þessi háttsemi er í ákærðu heimfærð undir tvær málsgreinar þess ákvæðis í almennum hegningarlögum er fjallar um nauðgun. Annars vegar fyrir að hafa nýtt sér það að konan gat ekki spornað við verknaðinum á meðan hún svaf og síðan fyrir að hafa ekki látið að háttseminni eftir að konan vaknaði og grátbað hann um að hætta.

Konan fer fram á 3 milljónir í miskabætur. Málið verður rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands, en ákæra var gefin út í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“
Fréttir
Í gær

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“
Fréttir
Í gær

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 
Fréttir
Í gær

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb
Fréttir
Í gær

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“