fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Mikilvæg rússnesk herdeild beið afhroð í Kharkiv

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. september 2022 06:45

Rússneskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski herinn hefur beðið marga ósigra að undanförnu í Úkraínu og hefur hörfað frá Kharkiv. Hafa Úkraínumenn náð mörg þúsund ferkílómetrum lands úr höndum Rússa. Þeir hafa náð fjölda þorpa, bæja og borga á sitt vald og valdið Rússum miklu tjóni.

Skyndisókn Úkraínumanna í Kharkiv gekk framar öllum vonum og í Kharkiv fékk 1. skriðdrekaherdeild rússneska hersins að finna fyrir Úkraínumönnum. Þetta er úrvalsherdeild sem hefur meðal annars haft það hlutverk að eiga að verja Moskvu ef til innrásar í Rússland kæmi.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að herdeildin sé svo illa leikin að það geti tekið mörg ár að endurbyggja hana.

Jótlandspósturinn hefur eftir Claus Mahtiesen, hernaðarsérfræðingi hjá danska varnarmálaskólanum, að rússneski herinn sé byggður upp á 12 herdeildum. 1. skriðdrekaherdeildin sé sú virtasta af þeim öllum. Hún sé öflugust, sé með bestu vopnin og sé þess vegna sú herdeild sem sé sýnd á hersýningum.

Hann sagði að herdeildin hafi átt í vandræðum og hafi orðið fyrir miklu mannfalli síðan í maí. „Þeir voru því greinilega best til þess fallnir að taka þátt í hersýningum,“ sagði Mathiesen.

Samkvæmt upplýsingum sem bárust í gær þá sækja Úkraínumenn enn fram í Kharkiv og einnig í Kherson, þar sækja úkraínskar hersveitir lengra inn á svæði sem Rússar hafa á sínu valdi.

Talskona úkraínska hersins sagði að tekist hefði að endurheimta um 500 ferkílómetra lands í Kherson úr höndum Rússa. Rússar hafa ekki staðfest þetta.

Mathiesen sagði að þróun stríðsins á síðustu dögum sé „ansi skýr“. „Leyfið mér að segja þetta svona. Það er ekki þannig að Úkraína hafi sigrað í stríðinu, en Úkraínumenn eru á góðri leið með að tryggja að Rússland sigri ekki,“ sagði hann.

Hann sagðist telja að hrakfarir 1. skriðdrekaherdeildarinnar geti haft áhrif á aðrar herdeildir rússneska hersins. Það geti haft mikil áhrif á móralinn þegar „stóru strákarnir“ séu rassskelltir og aðrir hermenn eigi að halda til orustu vitandi það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trefjar smíða fyrir First Water

Trefjar smíða fyrir First Water
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“
Fréttir
Í gær

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Stefán Blackburn í haldi lögreglunnar

Manndrápsmálið: Stefán Blackburn í haldi lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Í gær

Ásthildur Lóa tapaði vegna fyrningar

Ásthildur Lóa tapaði vegna fyrningar