Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ökumann í gærkvöldi eftir að grunur vaknaði um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Við leit á manninum fundust fíkniefni og er hann grunaður um sölu fíkniefna. Auk þess er verið að rannsaka hvort hann dvelji ólöglega á Schengensvæðinu og þar með hér á landi.
Einn ökumaður var handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og akstur sviptur ökuréttindum.
Að öðru leyti var rólegt á kvöld- og næturvaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fátt markvert kom upp.