fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Enn eitt dularfullt dauðsfall í Rússlandi – Forstjóri féll fyrir borð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. september 2022 08:00

Ivan Petjorin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa framámenn í rússnesku viðskiptalífi týnt tölunni einn af öðrum. Hafa kringumstæður andláta þeirra yfirleitt verið ansi dularfullar. Sumir hafa dottið út um glugga, aðrir hafa framið sjálfsvíg, að sögn yfirvalda, og enn aðrir hafa myrt fjölskyldu sína og síðan tekið eigið líf, að sögn yfirvalda.

Nú síðast var það Ivan Petjorin, 39 ára forstjóri Far East and in the Arctic Development Corporation (ERDC), sem fannst látinn í sjónum við eyjuna Russky sem er nærri Vladivostok. Fox News skýrir frá þessu.

Petjorin var að sögn í siglingu með vinum sínum þegar hann datt útbyrðis og hvarf. Þetta gerðist á laugardaginn en það var ekki fyrr en á mánudaginn sem lík hans fannst.

ERDC sendi tilkynningu frá sér á mánudaginn þar sem fram kemur að Petjorin sé látinn og að um „hörmulegt og óbætanlegt tjón hafi verið að ræða fyrir fjölskyldu hans og vini“.

Rússnesk yfirvöld segja að um hörmulegt slys hafi verið að ræða.

Fyrr í mánuðinum datt olígarki einn út um glugga á sjúkrahúsi og lést. 2020 duttu þrír læknar út um glugga og vöknuðu margar spurningar í tengslum við þau mál.

Marga grunar að Vladímír Pútín, forseti, og samstarfsfólk hans eigi hlut að máli varðandi mörg þessara dauðsfalla enda hefur Pútín aldrei verið ragur við að láta ryðja þeim úr vegi sem hann telur ógna sér á einhvern hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“